Technogym Bike
Technogym Bike
Æfingahjólið er afrakstur yfir 35 ára lífaflfræðirannsókna og stöðugs samtals við Ólympíuíþróttafólk. Það lagast að líkamanum á nokkrum sekúndum þökk sé háþróuðum stillingum. Það að hjóla á æfingahjóli hefur aldrei verið mýkri hreyfing eða hljóðlátari. Það er nær ekkert sem þú getur ekki nálgast á 22“ skjánum. Þar heldur þú auðvitað utan um allt sem þú afrekar á æfingunni; hraða, tíma, vegalengd, púls og brennslu en getur líka nálgast heilan heim afþreyingar.
Netflix, YouTube, Strava, og Instagram er aðeins hluti af því sem þú getur nálgast í snjallskjánum, en þú getur líka valið milli fjölda einkaþjálfara eftir því hvers konar æfing hentar þér. Ef að sú afþreying sem til boða stendur í skjánum hentar þér ekki þá einfaldlega getur þú speglað hvað sem þú vilt frá snjalltækinu þínu. Það eru innbyggðir hátalar í hjólinu en sömuleiðis hægt að tengja hvoru tveggja heyrnatól með snúru eða þráðlaus.